top of page

Kæru nemendur!

Það er mér sannarlega heiður að fá að setja niður nokkur orð í tilefni af þessari nýju síðu sem unnin er í vali nemenda í unglingadeild. 

Það er sannarlega margt sem gerist í skólanum okkar enda eru hér saman komnar á hverjum degi rúmlega þúsund manneskjur sem allar hafa margt fram að færa.  Þá er óhjákvæmilegt að það gerast bæði skemmtilegir og leiðinlegir hlutir en það er reyndar þannig að í báðum tilfellum getum við lært og þroskast af atburðunum og reynslunni.  Stundum erum við of upptekin af neikvæðum hlutum en það er miður því að sannarlega verða frábærir atburðir í skólanum á hverjum einasta degi sem eru allrar athygli verðir.  Ég vona að þessi síða verði til þess að vekja enn frekar athygli á því frábæra starfi sem nemendur Hörðuvallaskóla vinna dags daglega.  Hér er samankominn hópur stórskemmtilegra og hæfileikaríkra ungmenna sem eru okkur fullorðna fólkinu til sóma og fyrirmyndar (næstum því alveg alveg alltaf) og ég treysti því að þessi útgáfa verði í þeim anda.

Ágúst skólastjóri

Frá Ágústi skólastjóra

Við erum kynslóð Z og við skýrðum blaðið eftir því, þeir sem standa á bakvið Zeta blaðið eru: Andrea - ritsjóri

Franz - vefstjóri

Birgitta - aðstoðarritsjóri,

blaðamaður og ljósmyndari Urður - blaðamaður, ritsjórnarspistlar

Ísleifur - rannsóknarblaðamaður Kristján - rannsóknarblaðamaður Ari - vísinda blaðamaður

Gunnar - blaðamaður 

Andrea: “Andrea, haltu fókus!”

Franz: “uh....”

Birgitta: “Hvað segist?”

Urður: “I’ve got the tea”

Ísleifur: “Þetta er heimskulegt”

Kristján: “Ég elska hnífa”

Ari: “Ég er ekki í leik”

Gunnar: “Er tíminn búinn?”

Kæri lesandi,

​

Ástæða þess að þetta blað var stofnað er vegna þess að ég (Andrea) ýtti undir það. Ég hef alla tíð haft áhuga á skriftum, þess vegna byrjaði ég að skrifa ýmislegt í ensku, íslensku og að lokum líka dönsku. Ég ákvað þá að funda með Eddu aðstoðarskólastjóra til þess að ræða hvað ég gæti gert til þess að skrifa meira. Þá kem ég með hugmyndina að skólablaði, það tók ekki langan tíma fyrir hugmyndina að fara í gang og saman tókum við ákvörðunina um að blaðið myndi vera valáfangi.

​

Andrea Thelma, Ritstjóri

IMG_0164[1].JPG
bottom of page