top of page
Skákmeistarar Hörðuvallaskóla
Viðtal:
Spyrill: Hvað eruð þið búnir að æfa skák lengi?
Arnar: 4 ár og Vignir í 10-15 ár.
Vignir: 10! 8-10 ár.
Spyrill: Þið líka búnir að æfa í 4 ár?
Óskar: Já sko.. ég og Sverir æfum ekki skák.
Arnar: Óskar fær bara frí 400x á ári.
Spyrill: Hvað gerist í hausnum ykkar þegar þið eruð að tefla?
Arnar: Váááá hvað þetta er nördaleg spurning! Ó mæ gawd!
Vignir: Mér líður illa yfir þessu, haha.
Arnar: Haldið þið að við séum einhverjir stórmeistarar?
Stephen: Það eru alltaf einhver lög að spila-
Arnar: Já-há! við erum alltaf með einhver lög á heilanum.
Vignir: Já þetta er bara.. fyrir skák, maður bara eitthvað,''such a f***ing...
Stephen: Já hehe.
Vignir: Svo er maður bara eh jááá einmitt!
Spyrrill: Haha, en segið mér nú... Hvað voru margir að keppa á þessu móti?
Arnar: Ehhh...
Óskar: Af okkur eða?
Arnar: Nei bara öllu mótinu.
Spyrill: Já.
Vignir: 12 skólar.
Arnar: Öh.. það voru sex lið, fimm í hverju liði.. 30.. svona sextíu, allt jafnt.
Stephen: 60 leikmenn.
Spyrill: Hvernig undirbúið þið ykkur fyrir keppni?
Vignir: ekkert.
Arnar: Hahah... eiginlega ekki neitt sko.
Stephen: Fótbolta við förum í fótbolta.
Arnar: Já! við förum í fótbolta.
Spyrill: Hvað æfið þið mikið í viku?
Vignir: Ekkert.
Arnar: Vignir æfir sig ógeðslega mikið...ég veit það ekki, bara þúst ég tefli bara heima hjá mér stundum.
(Vignir:) ég mætti ekki á æfingar ( ég er bara stoltur af sjálfum mér?)
Stephen: Tvisar í viku.
Arnar: Já, tvisvar í viku, segjum það bara.
Spyrill: Ókeimm, og er þetta skáktímabil yfir allt árið eða fáið þið einhver frí?
Vignir: Veturnar.
Arnar: Bara veturnar.
Óskar: Það eru tvö skólaskákmót, það eru Íslandsmótið og Norðurlandamótið
Arnar: Já.
Allir: Bæði.
Vignir: Og Óskar var lyk...
Arnar: Óskar varlykilmaður.
Allir: Hlæja.
spyrill: Takk fyrir þetta.
Arnar: Er þetta bú-
Á mótinu kepptu 12 skólar í sex liðum og voru sirka 30-60 leikmenn. Meistararnir eru búnir að æfa í 4-10 ár. þeir æfa tvisar í viku.
bottom of page