top of page

um guðríði

​

Hún hefur verið í ballet, að vísu ekki i Borgarleikhúsinu, og hún hefur verið á námskeiði í steppdansi hjá Chantelle Carey ásamt söngleikja námskeiði í Borgarleikhúsinu en Chantelle kennir ekki þar lengur.

 

Guðríður er búin að leika í ýmsu t.d. þegar hún var níu ára fékk hún fyrsta starfið sitt þar sem hún fékk hlutverk í myndinni Vonarstræti. Eftir það hélt hún áfram. Hún fékk hlutverk í jólaleikriti Skoppu og Skrítlu og tók þátt í stuttmynd fyrir Rauða Krossinn. Fyrir þremur árum fékk hún hlutverk í leiksýningunni Billy Elliot og núna í fyrra fékk hún stórt hlutverk í Bláa Hnettinum ásamt mörgum öðrum skemmtilegum verkefnum.

 

Núna er hún að kenna jafnöldrum og yngri í dansskóla Birnu Björns, Leynileikhúsinu og stepdans hjá Chantelle Carey.

Hvernig byrjaði áhugi þinn á leiklist?

​

Amma mín byrjaði að fara með mig unga að aldri i leikhús og bíó. Hún var mjög mikil listamanneskja. Ég hef elskað leiklist frá upphafi. Guðríður segir að þetta sé það skemmtilegasta sem hún gerir. Hún segir líka að hún stefnir á að verða leikkona í framtíðinni.

Hvað gerir þú þegar þÚ ferð Í áheyrnaRprufu? 

​

Ég skoða vel hvað ég er að prufa fyrir og reyni að koma mér í þann karakter. Til dæmis ef þú ert að prufa fyrir íslenska sakamálamynd þá viltu ekki leika það hlutverk eins og trúður. Svo ef þú átt að gera senu þá skaltu læra hana upp á tíu og bara æfa sig, það skilar sem mestum árangri.

Er þetta tímafrekt?

​

Þetta er mjög tímafrekt og sérstaklega ef þú ert í leikhúsi, þá getur þú verið frá 10 um morguninn til 11 að kvöldi uppi í leikhúsi. Maður þarf líka að skipuleggja sig mjög vel. Ef þú ert t.d. með heimanám eða eitthvað svoleiðis og ert síðan á æfingum mjög lengi á dag.

Ertu með einhver ráð fyrir byrjendur sem langar að byrja í leiklist en hafa ekki hugrekkið til þess?

​

Já, ef þetta er eitthvað sem þig langar að gera afhverju ekki bara að prófa? Þú verður bara að demba þer í það ég meina, who cares! Þó að þú gerir mistök í prufunni sem kemur fyrir alla. Þú munt kannski fara í fimmtán prufur en fá bara eitt hlutverk. Þú verður bara að kunna að taka því að fá NEI. Þú færð ekki alltaf já en það að fá nei getur líka styrkt þig og gerir það að verkum að þú verður meira undirbúin/nn fyrir næstu prufu. Þó að þú brotnir kannski niður stundum. Ég meina hentu þér bara í þetta. Hvað er það versta sem gæti gerst?

bottom of page