top of page

Hröðustu nemendurnir

Guðjón og Erika í 8.V eru hraðlæsustu nemendur 8. bekkjar samkvæmt síðasta lesskimunarprófi í skólanum. Z-blaðið tók viðtal við þessa lestrarglöðu nemendur. Bæði lesa þau 206 orð á mínútu.

Guðjón
Guðjón er einn hraðlæsasti nemandinn í 8. bekk. Það finnst honum ekkert merkilegt og hann segist ekki gera neitt sérstakt til að æfa sig. Guðjón hefur lesið þrjár bókaseríur, þar á meðal Harry Potter. Skemmtilegast finnst honum að lesa morðgátur. Það ráð sem Guðjón vill gefa öðrum nemendum til þess að verða betri í lestri er að lesa bækur.

Erika
Erika er einnig einn hraðlæsasti nemandinn í 8. bekk. Henni finnst mjög gaman að vera svona góð að lesa. Hún undirbýr sig með því að lesa upphátt í tíu mínútur og síðan les hún í eina mínútu í hljóði. Henni finnst skemmtilegast að lesa spennusögur. Erika verður stundum stressuð þegar hún á að taka lestrarpróf en gengur oftast vel í þeim. Það ráð sem hún vil gefa öðrum nemendum til þess að verða betri í lestri er að lesa á hverjum einasta degi og æfa sig mjög mikið.

unnamed (1).png
unnamed.png
bottom of page