top of page

andri snær

9. Bekkur fór á fyrirlestur með Andra Snæ rithöfundi um hvernig bækur verða til. Hann er þekktastur fyrir að hafa skrifað barnabókina Blái hnötturinn. Hann byrjaði að semja ljóð þegar hann var 16 ára. Hann var 22 ára þegar hann gaf út sína fyrstu ljóða bók og hann sá um allt ferlið sjálfur. Hann samdi ljóðin, hannaði forsíðuna, samdi við prentsmiðju og seldi bókina sjálfur. Bókin seldist það vel að hann gat keypt sína fyrstu íbúð. Ljóðin í bókinni voru sum um fyrstu ástina hans í lífi hans en því miður fannst stelpunni hann mjög skrýtin og dumpaði honum eftir að hann hafi sent henni ljóð og blóm. Andri Snær er mjög frægur rithöfundur og gaf út margar góðar bækur meðal annars bókina “Lovestar” sem að þættirnir Black Mirror hafa stolið nokkrum hugmyndum frá.

IMG_2298.JPG
bottom of page