top of page
bæ nína ):
Afhverju ertu að hætta?
Því að mér stóð til boða að taka við stöðu skrifstofustjóra sem mér finnst spennandi og ég ætla allavega að prófa það. Og verður þú þá niður frá? Já að mestu leiti. Mundu sakna einhverja hérna? Já ég mun sakna allra krakkana sem ég er að kenna. Það er ótrúlega gaman að kenna hérna, mér finnst gaman að kenna dönsku þannig að ég á eftir að sakna ykkar mjög mikið. Þannig að ef mér leiðist í nýju vinnuni þá kem ég bara aftur hingað. Og veistu hver er að taka af þér? Já hún heitir Tinna Björk. Hún býr í Danmörku og er að flytja heim og hún er dóttir Önnu Maríu sem er kennsluráðgjafi. ég hef ekki hitt hana svo ég veit ekkert hvernig hún lítur út eða neitt. En mér skilst að hún sé alveg frábær stelpa. Ertu búin að vita það lengi að þú ert að hætta? Nei, ég er ekki búin að vita það lengi en starfið var auglýst einhvern tíman í september og síðan var komin niðurstaða úr því í byrjun október. Þá var látið mig vita að ég hefði fengið þetta starf svo bara um leið og það var látið mig vita þá lét ég bekkinn minn og krakkana sem ég var að kenna vita að ég væri að hætta. Og hvað felst í því að vera skrifstofustjóri? Ég verð aðallega að aðstoða Ágúst og taka við verkefnum sem hann er með alltof mikið af, þannig að það er bara svona allskonar eins og innkaup fyrir eldhúsið, húsnæðið og skýrslur. Svo það er alveg rosalega mikil vinna með starfsfólkinu niðurfrá, hérna megin líka auðvita. Hvort heldurðu að verði skemmtilegra? Mér finnst það eiginlega bara jafn skemmtilegt. Ég ætla að vonast til að nýja starfið verði skemmtilegt en ég ætla að leggja mig fram á við það standa mig vel en auðvitað er danskan eitthvað sem býr í hjarta mínu. Ég er búinn að vera dönskukennari í 15 ár þannig að það er svolítið mikil breyting. Ég er samt glöðust með að vera ekki að skipta um vinnu starf, mér finnst gott að vera í Hörðuvallaskóla. Hvað er langt þangað til að þú hættir? Það er bara næsta fimmtudag eða 1. nóvember.
bottom of page