top of page

Sævar tryllir í tölvunum

Sævar er stuðningsfulltrúi Hörðuvallaskóla og er auk þess forritunarsérfræðingur. Hann var semsagt ráðinn til þess að kenna forritun en er ekki kennari hann er stuðningsfulltrúi. Hann lærði forritun í háskóla í "games and entertainment technology" í þrjú ár. Honum finnst bara mjög skemmtilegt að krökkunum og að sjá að allir hafa áhuga á þessu, hann hefur líka heyrt að krakkar sem eru í raun lélegri að læra í öðrum tímum séu mjög virk í tímanum hjá honum en vill líka sjá fleiri stelpur í tímanum hjá sér (því það er bara ein). Hann býr til tölvuleiki með fyrirtækinu North Wood Games sem er í Noregi. Hægt er að nálgast vefsíðuna á Northwoodgames.no. Fyrirtækið er að breyta einum gömlum leik í svona vr (virtuall reality), hann heitir reyndar Dysthymia og er svona pac-man leikur í fyrstu persónu. Sævar var einnig í Noregi í námi og er með B,S gráðu sem eru bachelor of science, en allt nám hans var á ensku og hann fékk að læra hljóðvinnslu hjá einum manni sem fékk Óskarsverðlaunin fyrir að kenna hljóðvinnslu sem heittir Greg Gordon.

IMG_1881[1].JPG

Hvað er stuðningsfulltrúi: Stuðningsfulltrúi er maður sem hjálpar krökkum sem eiga erfitt með að læra.

Hvað er forritun: Forritun er tungumál tölvunnar, þetta lætur tölvuna gera næstum hvað sem er t.d. að búa til tölvuleik eða vefsíður. Öll vélmenni sem þú veist af eru forrituð.

bottom of page