Hitchhiking eða að ferðast á puttanum getur verið mjög áhættusamt sport. Ástæða þess er að þú veist aldrei með hverjum þú gætir endað í bíl. Árið 1974 snarhætti það að ungar stúlkur voru að ferðast á puttanum. Stelpur voru að hverfa sporlaust frá sínum eigin heimaslóðum, enginn vissi hvert þær fóru eða hver tók þær.
Ted Bundy var ósköp venjulegur maður sem virkaði mjög kammó. Hann ólst upp við eins venjulegar aðstæður og hægt var. Þó að nágrannar hans og vinir hafi fundist hann mjög venjulegur náungi fannst þeim samt alltaf eitthvað ekki vera í lagi. Hann átti alltaf mikið fleiri vinkonur heldur en vini og sagði það meira að segja sjálfur að honum fannst stelpur alltaf mikið áhugaverðari en strákar.
Árið 1975 var Ted Bundy handtekinn vegna hraðaksturs en svo þegar lögreglan fór að skoða teikningar af grunuðum mannræningja og morðingja áttuðu þau á sig að þau voru að horfa á sama manninn. Þegar Bundy var tekinn og yfirheyrður þóttist hann ekkert vita og spilaði sig mjög saklausan. Bundy var lærður sálfræðingur og var að klára lögfræðinám þegar hann var handtekinn þannig að hann var kannski ekki alveg besti maðurinn til þess að yfirheyra. Fleiri og fleiri sannanir bárust lögreglunni um að Bundy hafi rænt 30 eða fleiri stelpum.
Bundy gerðist sinn eigin lögfræðingur til að verja sig ásamt fjórum öðrum lögfræðingum þegar hann sat fyrir dómi.
Bundy var dæmdur fyrir morð í fjórum mismunandi fylkjum fyrir morð og mannrán. Hann var dæmdur til dauða árið 1989.
Ef þig langar að vita meira um Ted Bundy getur þú horft á Netflix þættina Conversation with a killer: The tapes of Ted Bundy eða bíómyndina Extremely Wicked, Shockingly Evil and Vile.
-
Urður Ýr Þorsteinsdóttir