Hefur þig einhvertíman langað að vita hvernig Rómverjar höfðu það? Hmm…? Örugglega ekki, en ég ætla samt að segja ykkur frá því. Ég mun ræða um allt sem ég get fundið um daglegt líf Rómverja frá menntun til baðhúsa og bera það saman við aðstæður í dag.
Lág- og miðstéttin (plebians)
Lág- og miðstéttarfólk (kallað plebians á latínu) bjó flest í íbúðarbyggingum sem kölluðust Insulae. Byggingarnar voru ekki vel byggðar en þær höfðu rennandi vatn og stundum klósett. Rómverjarnir höfðu flókin holræsa- og vatnsleiðslukerfi sem veittu stórum hluta af íbúum Rómar þessi lífsþægindi. Konan sá um heimilið og kenndi dætrum sínum allskyns heimilisstörf á meðan maðurinn fór í vinnuna. Íbúar í þessum byggingum urðu að venjast hættulegu aðstöðunum þar sem eldar og hrun voru algeng.
Hástéttin
Ríka fólkið bjó í fínum einbílishúsum með eldhúsi, setustofu, skrifstofu, og aðgang að hreinu vatni. Ríkasta fólkið bjó í mun stærri húsum, fyrir utan borgina, og hafði líka efni á þjónustufólki, einkaböðum, stórum görðum, og leikfimissal. Konur sáu um heimilin en karlinn var líklegast viðskiptamaður eða pólitíkus og sá um fjármál heimilisins. Stelpur voru heima með mæðrum sínum og strákarnir gengu í skóla, eitthvað sem fátækir strákar gátu ekki. Ríka fólkið gat einnig keypt sér þræla sem hjálpuðu við heimilisstörf, elduðu, og sáu til þess að fjölskyldan hefði það gott.
Frístund
Rómverjar hættu allri vinnu í hádeginu til að skemta sér, eitthvað sem flestir væru til í nú til dags. Keisararnir, og ráðgjafar þeirra, vissu það að til þess að hafa fulla stjórn á fólkinu þyrfti það að vera ánægt. Þeir skipulögðu stórfenglega bardaga í hringleikahúsinu (coloseum) og æsispennandi kappakstra á keppnisbrautinni Circus Maximus. Ef þeir vildu splæsa í smá extra zazz, filtu þeir hringleikahúsið af vatni, náðu í nokkur skip og voila! Sjóorusta í hjarta Rómar. Það væri nú ansi magnað að sjá. Einnig var hægt að fá vinnu sem leikari eða leikskáld í leikhúsi Pompeiis. Öllum var leift að njóta leikanna í Róm, ekki bara ríka fólkinu.
Ég er ekki svo viss um að það hafi verið gert úr góðmennsku. Ég held að það hafi verið gert til að minka líkurnar á uppreisn.
Eftir leikana var farið í baðhúsin til að slaka á (sem fátæka fólkið fékk einnig að gera). Þar gat fólk þrifið sig og haldið sér í góðu formi, en fyrst og fremst voru böðin staður til að hittast og ræða saman. Í þeim voru þrjú herbergi: “tepidarium” (afslöppunarherbergi), “caladarium” (heitt herbergi), og “frigadarium” (kalt herbergi). Þrælar voru notaðir til að sjá um ríka fólkið og hita gólfin. Eftir að hafa slakað á í smá stund var farið heim að borða.
Lífsgæðin í Róm algjörlega háð því hversu ríkur þú varst. Ef þú áttir nóg pening var lífið eins gott og það gat orðið (miðað við ). Ef þú áttir lítin pening þurftir þú að sætta þig við lélegt húsnæði, alskyns hættur (t.d. sjúkdómar og eldar), og allt í allt erfiðara líf. Eingu að síður blómstraði Róm, þrátt fyrir mikla stéttarskiptingu, og varð að einni fallegustu og merkustu borg allra tíma.