top of page

Er jörðin flöt?

Ótrúlegt en satt, þá er ennþá til fólk sem trúir að jörðin sé flöt. Það fólk er þekkt á ensku sem “flat earthers” eða “flat jarðarar”. Nýlega byrjaði fjöldi þessa fólks að stækka hratt, og núna er þetta fólk að reyna að sanna að jörðin sé flöt. Hér ætla ég sýna fram á með sönnunum að það sem “flat jarðararnir” eru að segja sé rangt.

 

1. Það er ísveggur á enda jarðarinnar. Þetta fólk segir að mönnum sé ekki fært að fara á suður- eða norðurpólinn. En það er ekki satt. Það má hver sem er fara á suður- og norðurpólinn. Skemmtiferðaskip sigla jafnframt til Suðurpólsins.

 

2. Jörðin hreyfist ekki. Aftur, þetta er ósatt. Jörðin hreyfist 1600 kílómetra á klukkutíma. Það gæti hljómað brjálað, en það er satt. Ímyndaðu þér litla kúlu, eins og tennisbolta. Ímyndaðu þér núna körfubolta. Ímyndaðu þér svo að tennisboltinn og körfuboltinn eru að snúast á sama hraða. Þú ert örugglega að ímynda þér að þeir líti út fyrir að snúast jafn hratt. Ef svo, þá hefur þú rangt fyrir þér. Ef körfuboltinn væri minnkaður þá myndi körfuboltinn snúast hraðar. Þannig að ímyndaðu þér að þú sért í bíl sem er á hreyfingu. Þú hreyfist ekki, er það nokkuð? Þú hreyfist en þú finnur ekki fyrir því. Af hverju? Vegna skjólsins sem bíllinn veitir? Nei. Það er vegna hreyfingarinnar. Bíllinn hreyfist á svipuðum hraða alla ferðina, nema ef bíllinn snar stoppar.


3. Geim photoshop. Að lokum ætla ég að minnast á aðal faktorinn. Allar myndir úr geiminum eru photoshopaðar. NEI! Það er ekki notað photoshop. Sönnunin? Það er bein útsýning að gerast einmitt núna af gervitungli að fara í kringum hnöttinn. Ef þið viljið skoða það þá getið þið nálgast slóðina hér:  

images.jpg
bottom of page