top of page

Hvað á ég að fá mér að borða þegar það er ekkert til heima?

Hafa ekki allir lent í því að það sé ekkert til heima og þú ert hrikalega svöng/svangur. Hér eru nokkrar góðar uppskriftir að mat sem allir ættu að geta gert.

Grillað brauð

Það er ekkert mál að gera grillað brauð. Það eina sem þú þarft er brauð, álegg(eftir smekk), brauð, grill eða panna.
Þú byrjar bara á að setja álegg á bruð(eftir smekk), setur aðra brauðsneið ofan á, setur í grillið eða á pönnuna og voila! Þú ert komin/nn með grillað brauð.

Quesadilla

Einn skrítinn hlutur sem allir eiga er tortilla pönnukökur. Eitt sem er mjög gott að gera er að setja annað hvort afganga eða álegg(eftir smekk) inn í tortilla pönnuköku og setja á pönnu.

Hafragrautur

Þótt þetta hljómar ekkert spennandi, hafragrautur, en treystu mér, þú getur gert mjög góðar útgáfur af hafragraut með því að bæta við til dæmis múslí, kókosflögum, möndlumjólk, chia fræum og margt fleira.

Pasta

Það er alltaf til pasta í skúffunni þannig afhverju ekki að nota það? Þú getur til dæmis sett ostasósu á það. Ein mjög góð uppskrift af ostasósu pasta er:
Rjómostur
Mexíkóostur eða piparostur
Skinka eða annað kjöt
Grænmeti.
Blanda saman á pönnu og bæta pastanu út á.


Morgunkorn

Það er alltaf til morgunkorn heima hjá þér þannig að það er tilvalið að fá sér það þegar maður kemur heim úr skólanum. Þú getur bætt út á morgunkornið allskonar ber eða ávexti eins og jarðaber og epli.

eating.jpg
bottom of page